Myndir úr Sin City

Nú hafa loksins birst myndir úr hinni margumtöluðu Sin City, sem er í framleiðslu og hefur nýlokið tökum. Myndin er byggð á skáldsögum Franks Miller (sem leikstýrir myndinni einnig að hluta til) sem allar eru í sterkum film noir stíl. Robert Rodriguez sér meginlega um þessa framleiðslu og hefur hann ætlað sér að gera myndina eins mikið í stíl við myndasögurnar og mögulegt er. Hérna eru komnar fyrstu myndirnar, og mér persónulega finnst þetta lofa svakalega góðu. Þeir sem ekki hafa kynnt sér Sin City sögurnar ættu hiklaust að kynna sér þessar mögnuðu bækur, þær fást í Nexus ásamt betri bókabúðum landsins.