Þriðja Star Wars komin með titil

Jæja, þá fer að styttast jafnóðum í þriðja hluta prequel-saganna í Star Wars seríunni. Nú fyrir stuttu var loksins búið að staðfesta titilinn. Episode III mun einnig bera heitið REVENGE OF THE SITH. Þetta þykir að margra mati flottasti titillinn af nýju myndunum, og aðdáendur ættu jafnframt að þekkja til merkingu titilsins, meðan aðrir ættu kannski nokkuð erfitt með að skilja hann.

George Lucas var búinn að staðfesta frá upphafi að þessi þriðja (og seinasta?) myndi verða sú allra myrkasta í röðinni, þannig að fólk má byrja að útskúfa barnaleikann sem yfirgnæfði Star Wars: The Phantom Menace . Vonandi styttist í trailer segi ég bara….