Búnar eru að vera dálitlar umræður varðandi ‘þriller-leikstjórann’ M. Night Shyamalan. Eins og margir vita þá er hann einhver dularfyllsti og lágstemmdasti fagmaðurinn í Hollywood í dag. Hann passar að nánast engir fréttamenn séu viðstaddir við tökur sínar svo að engin hætta verði að nokkrir ‘leyndarómar’ myndanna hans verði afhjúpaðir. En fyrir stuttu ákvað hann að leyfa tveimur mönnum sem voru að gera heimildarmynd fyrir SCI-FI channel að kíkja á upptökur nýjustu mynd hans, The Village.
Leikstjórinn varð samt ekki mjög opinn fyrir þessum mönnum og varð hálf pirraður þegar þetta lið var sífellt að þvælast fyrir hina ýmsu hluti. Að lokum gafst Shyamalan upp í miðju viðtali við annan manninn, rauk svo út og neitaði nánari gjörsamlega þátttöku.
Að lokum komst þó í ljós að heimildarmyndamennirnir höfðu reynt að grafa aðeins dýpra í vissa hluti sem ekki var samið um. En þessum myndefnum verða þó ekki fleygt í ruslið. Í byrjun júlí mun Bandaríska sjónvarpið sýna þessa heimildarmynd sem ber nú heitið ‘The Buried Secret of M. Night Shyamalan’. Við Evrópubúar skulum bara vona að þetta skili sér á DVD einn daginn, enda miklar viðræður kringum þetta. Hljómar spennandi.
The Village aftur á móti er áætluð að koma í kvikmyndahús hér á landi 6. ágúst.

