Ný svört gamanmynd með Sarah Jessica Parker og asnanum Johnny Knoxville (sem verður í Men in Black 2)úr Jackass þáttunum í aðalhlutverkum hefur verið seld til kapalstöðvarinnar Encore. Columbia ákvað á seinustu stundu að hætta við almennar sýningar á myndinni, sem fjallar um konu sem verður ástfanginn af leigumorðingjanum sem var ráðinn til að drepa kærastann hennar.

