Myndir úr Batman Begins

Eins og flestum er kunnugt þá er snillingurinn Christopher Nolan á tökum við nýjustu Batman myndina og ber hún heitið Batman Begins (titilinn Batman: Intimidation var breyttur).
Áður en við æsum okkur yfir hversu hryllileg sú fjórða í röðinni var þá er vert að taka það fram að þessi nýjasta gerist á undan atburðum fyrstu myndarinnar (kannski orðið Begins útskýri það eitthvað… hmmm).
Hérna fáum við að sjá nokkrar myndir úr þessu forvitnilega verkefni. Hér t.d. eru nokkrar myndir af sjálfum Leðurblökubílnum ásamt einni mynd af Christian Bale í leðurbúningnum. Mjög skemmtilegt að sjá.