Hin þokkafulla Cameron Diaz mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni X-Girls, sem byggð er á sannsögulegum heimildum og fjallar um þrjár stúlkur á vegum Playboy veldisins sem tóku þátt í svokallaðri Eco-Challenge. Þetta er einhver gríðarleg þraut sem einungis þrautþjálfaðir Sjóhersselir (Navy Seals) og slíkir sérsveitarmenn eru vanir að taka þátt í. Þær þrjár, ásamt einum karli, því það verða að vera fjórir í liði, voru fyrstu þrjár konurnar til þess að klára þessa þraut í sögu hennar. Handrit myndarinnar er skrifað af Mark Steilen, en enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn. Myndin verður gerð fyrir Fox kvikmyndaverið.

