Bullock í blóma lífsins

Sandra Bullock hefur ákveðið að taka stóran séns og leika í rómantískri gamanmynd. Nefnist hún Prime og fjallar um konu á framabraut sem 22 ára gamall málari verður ástfanginn af. Meryl Streep mun leika smærra hlutverk í myndinni. Henni verður leikstýrt af Ben Younger ( Boiler Room ) en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar, og framleidd af Bullock sjálfri. Myndin verður gerð fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið.