Álfurinn sjálfur, Orlando Bloom, mun framleiða sýna fyrstu mynd á næstunni, og nefnist hún Haven. Hann mun sjálfur leika í myndinni, ásamt Gabriel Byrne og Bill Paxton. Fjallar hún um tvo skuggalega kaupsýslumenn sem flýja til Cayman eyjanna til þess að sleppa undan yfirvöldunum. Þetta veldur keðjuverkun sem verður á endanum til þess að ungur breti fremur glæp sem hefur alvarlegar afleiðingar. Myndin er skrifuð og verður einnig leikstýrt af nýgræðingnum Frank E. Flowers (frábært nafn). Tökur hefjast í síðar í þessum mánuði á Cayman eyjunum sjálfum.

