Veikindadagur Grjótsins

Grínistinn Chris Rock mun leika aðalhlutverkið í gamanmyndinni Sick Day, en handritshöfundurinn Jordan Moffet ( Like Mike ) er að vinna í handritinu. Fjallar hún um mann einn sem ákveður að taka sér veikindadag og gera ýmislegt skemmtilegt. Öll hans plön fara hins vegar í vaskinn og dagurinn reynist vera helvíti á jörðu. Hugsanlegt er að Rock muni leikstýra myndinni sjálfur, líkt og hann gerði með Head of State, en myndin verður allavega framleidd af ofurframleiðandanum Brian Grazer og verður gerð fyrir Universal kvikmyndaverið.