Geðsjúklingar

Universal kvikmyndaverið er búið að ná sér í myndasöguna The Psycho sem hugsanlega kvikmynd. Myndasagan gerist í hliðstæðum veruleika þar sem bandaríska ríkisstjórnin einbeitti sér að því að búa til ofurserum til þess að skapa ofurmenni í stað þess að einbeita sér að því að gera kjarnorkusprengjur í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta olli því að ofurmenni á vegum ríkisstjórnarinnar drápu Hitler árið 1941 og hafa síðan haldið áfram að halda heiminum öruggum fyrir illmennum. Þessi ofurmenni eru kölluð Psychos og það kemur í hlut eins útsendara ríkisstjórnarinnar að safna gögnum um þessi ofurmenni. Það kemst upp um hann, og neyðist hann því sjálfur til að gangast undir það að gerast svona ofurmenni til þess að halda lífi. Með nýjum hæfileikum sínum heldur hann áfram að rannsaka samsærið og kemst að því að það nær alla leiðina upp á topp. Sagan er skrifuð af James Hudnall, en enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn.