Kvikmyndin Alien VS Predator er eitthvað sem alla hrausta drengi hefur dreymt um eins lengi og þeir hafa getað skeint sér sjálfir. Hins vegar dempast þeir draumar óneitanlega við þá tilhugsun að Paul Anderson sé að leikstýra henni, því óneitanlega er hann ekki góður leikstjóri. Einhverja skrokka er hann búinn að fá til að leika í myndinni, þar á meðal Sanaa Lathan, Raoul Bova, Ewan Bremmer og snillinginn Lance Henriksen. Myndin fjallar um það hvernig lið af vísindamönnum á suðurskautslandinu verða að reyna að halda lífi þegar þeir lenda í miðju stríði milli Predator og Alien skrímslanna. Tökur á myndinni hefjast í Prag 28. október.

