Hræðilegt!!

Hér fyrir neðan má sjá fyrstu myndina af Halle Berry í búningi fyrir kvikmynd um Catwoman, en tökur á henni eru þegar hafnar. Sharon Stone leikur einnig í myndinni, sem fjallar um það hvernig egypskur köttur blæs lífi í hina nýlátnu Patience Price, eftir að hún er nýbúin að bjarga lífi dýrsins. Þegar hún vaknar kemst hún að því að hún hefur öðlast krafta kattarins, og berst líklega við glæpi og svona. Burtséð frá því hvernig myndin sjálf verður, þá er þessi búningur eitt mesta lestarslys sem sést hefur, og búast má við því að tískulögreglan taki af lífi hönnuðina fyrir þennan glæp gegn góðum fatasmekk.