Ridley Scott leikstýrir epík

Leikstjórinn gamalreyndi Ridley Scott hefur tekið að sér það stóra verkefni að leikstýra stórmyndinni Kingdom Of Heaven. Þetta er gríðarleg stórmynd sem gerist á krossferðartímum og fjallar um ungan krossferðarriddara sem hjálpar til við að verja Jerúsalem fyrir árásum, og verður á sama tíma ástfanginn af prinsessu einni. Tökur á myndinni munu hefjast í janúar á næsta ári, og fara að mestu leyti fram í Marokkó. Aðeins einn leikari hefur þó enn verið ráðinn, og er það nýstirnið Orlando Bloom. Verið er að prófa í hlutverk, og búist er við að fleiri leikarar skrifi undir samninga á næstu vikum. Það er Fox kvikmyndaverið sem stendur á bak við myndina.