Dark Water endurgerð?

Anorexíusjúklingurinn og fyrrum gellan Jennifer Connelly mun leika aðalhlutverkið í bandarísku endurgerðinni á japönsku hryllingssnilldinni Dark Water, sem leikstýrt var af Hideo Nakata, manninum sem færði okkur hina upprunalegu Ring. Myndin fjallar um móður og unga dóttur hennar sem flytja í nýtt húsnæði. Það kemur þó fljótt í ljós að þar er reimt, og neyðast þær til þess að komast til botns í málinu. Endurgerðinni verður leikstýrt af Walter Salles, en hann er brasilískur og þetta er hans fyrsta mynd. Tökur á myndinni hefjast í janúar á næsta ári.