Mel Gibson er að undirbúa sína fyrstu mynd eftir að hann kláraði vinnu við hina umdeildu The Passion um síðustu stundirnar í lífi Krists. Er hann að hugsa um að framleiða í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt Icon Productions og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Under And Alone sem gerð verður fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið. Er hún byggð á sannsögulegri bók Billy Queen og fjallar um útsendara lögreglunnar sem kemur sér inn í hið alræmda mótorhjólagengi Mongols Motorcycle Club Gang. Hann náði á endanum að gerast fjárhirðir þeirra, og endaði það með því að árið 2000 voru gerðar fjöldahandtökur á yfir 30 manns, og upp komst um gríðarlegt smygl, vopna og dópsölur og annað misjafnt.

