Leikstjórinn Bryan Singer er nú að fara að leikstýra tveggja tíma pilot að nýrri seríu af hinni fornfrægu Battlestar Galactica sem allir sannir nördar þekkja. Hann hyggst færa hana að nútímanum hvað varðar stíl og hönnun (og brellur auðvitað) en halda anda gömlu þáttanna hvað varðar epískan vísindaskáldskap. Tökur hefjast líklega í haust og hann mun sjálfur framleiða ásamt Tom DeSanto, Dan Angel og Billy Brown.

