Stórleikarinn James Woods ásamt Evan Rachel Wood, Christina Applegate og Ron Livingston munu fara með aðalhlutverk myndarinnar Pretty Persuasion. Myndinni verður leikstýrt af Marcos Siega, sem er nýkominn úr auglýsingabransanum og er að stíga sín fyrstu skref í Hollywood. Myndin fjallar um unglingsstúlku eina sem gengur í menntaskólann í Hollywood. Á fölskum forsendum ákærir hún einn kennarann sinn fyrir kynferðislega áreitni og gera má ráð fyrir því að makleg málagjöld verði hennar að lokum.

