Drew Barrymore mun fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar Date School sem framleidd verður fyrir kvikmyndaverið Dreamworks. Hún fjallar um unga stúlku sem er að reyna að ná sér í heppilegt mannsefni. Hún er hins vegar svo óhæf í mannlegum samskiptum að ekkert gengur hjá henni í þeim efnum. Hún tekur því þá ákvörðun að fara í stefnumótaskóla, og skólinn sér henni fyrir karlkyns kennara sem á að kenna henni hvernig eigi að heilla menn á stefnumótum. Engin verðlaun eru í boði fyrir þann sem getur upp á því hvað gerist eftir það. Engir aðrir leikarar hafa enn verið ráðnir, og verið er að leita að leikstjóra.

