Herra Titanic sjálfur, James Cameron hefur loksins ákveðið að hætta að gaufast við að gera neðansjávarheimildamyndir og gera loksins heila kvikmynd. Ekki er það stór Sci-fi epík eins og margir hafa vonast eftir, heldur mynd um ævi hjónanna Fransisco Ferreras og Audrey Maestre. Þau eru/voru kúbanskir kafarar, sem kepptu í hinni stórhættulegu djúpsjávarköfun án súrefniskúta. Maestre lést árið 2002 við það að reyna að setja nýtt heimsmet. Væntanleg er bók um þau hjón, og verður myndin væntanlega byggð á henni.

