Leikarinn skemmtilegi Jeff Bridges mun framleiða og leika eitt aðalhlutverkanna í óháðu vísindaskáldskaparmyndinni The Giver. Myndin fjallar um 12 ára drenginn Jonas sem býr í framtíð þar sem öllum glæpum, fátækt og veikindum hefur verið útrýmt. Enginn þekkir neitt nema gleði. Líf Jonas tekur þó stakkaskiptum þegar hann kemst að ýmsu skuggalegu um þennan heim sinn, og vitneskja hans verður kveikjan að uppreisn. Ed Neumeier hefur verið fenginn til þess að breyta í handrit samnefndri skáldsögu Lous Lowry sem myndin er byggð á.

