Eftir vandræðalegu handtöku sína fyrir búðaþjófnað á síðasta ári, er leikkonan Winona Ryder að reyna að koma ferli sínum aftur af stað. Hún hefur nælt sér í hlutverk í kvikmyndinni Embers, sem leikstýrt verður af Milos Forman og verður með Sean Connery og Klaus Maria Brandauer í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um tvo menn, áður bestu vini, sem hittast aftur eftir 41 árs aðskilnað. Þeir höfðu rifist á sínum tíma um unga stúlku sem giftist öðrum þeirra, en hélt framhjá með hinum. Tökur á myndinni hefjast 8. október í Prag.

