Sideways er nýja myndin hans Payne

Leikstjórinn frábæri Alexander Payne er með nýja mynd í smíðum. Heitir hún Sideways, og með aðalhlutverk í henni fara Paul Giamatti og Sandra Oh. Myndin fjallar um tvo vini, annar þeirra misheppnaður rithöfundur og fylliraftur, og hinn misheppnaður leikari sem er í þann veginn að fara að gifta sig og taka við starfi í fyrirtæki nýja tengdaföður síns. Þeir fara saman í ferð um vínekrur Kaliforníu til þess að halda upp á giftinguna. Á leiðinni hitta þeir ýmsar skondnar aukapersónur og lenda í ævintýrum sem breyta því hvernig þeir líta á lífið. Myndin er gerð fyrir framleiðslufyrirtækið Fox Searchlight, en þeir eiga einmitt kvikmyndaréttinn á skáldsögunni samnefndu eftir Rex Pickett sem myndin er byggð á. Tökur á myndinni hefjast í september á þessu ári.