Nafn sem fáir hafa heyrt er

Eli Roth. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að hryllingsmyndinni Cabin Fever sem frumsýnd verður vestra í september á þessu ári. Hún var fyrsta myndin sem hann gerði, og var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir nokkru síðan. Dreifingaraðilinn Lions Gate keypti titilinn af honum eftir nokkurt verðstríð, þar sem myndin þykir sérlega vel heppnuð og spennandi. Í kjölfarið af því er Roth orðinn heit söluvara, þrátt fyrir þá staðreynd að enn er ekki búið að frumsýna hans fyrstu mynd. Svona getur Hollywood stundum virkað. Honum hefur nú boðist að leikstýra kvikmyndinni Drawn, en handrit hennar er skrifað af Rand Ravich (aðallega þekktur fyrir handritið að Candyman myndinni Farewell to the Flesh). Fjallar Drawn um rithöfund einn, en verk hans eru svo kröftug að þau geta sleppt hreinni illsku út í heiminn.