Líklega ekki. Hins vegar mun hún framleiða og leika aðalhlutverkið í gamanmyndinni The Accidental Virgin. Í henni mun hún leika konu sem hefur ekki stundað kynlíf í meira en ár. Hún óttast að meydómurinn sé farinn að vaxa hjá henni aftur, og reynir því að finna rétta manninn til þess að losna við þetta leiðinda vandamál. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu, og er handrit myndarinnar skrifað af Nicole Eastman. Enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn.

