Sandler í nýju Cruise myndinni?

Sagt var frá því fyrir skömmu að Tom Cruise væri að fara að leika í kvikmyndinni Collateral, sem leikstýrt yrði af Michael Mann. Nú berast þær fréttir að enginn annar en Adam Sandler eigi í samningaviðræðum um að leika hitt aðalhlutverkið á móti Cruise. Í myndinni myndi Cruise þá leika leigumorðingja einn sem rænir leigubílstjóranum Sandler og lætur hann keyra sig um Los Angeles á milli morða.