Bergman, Bergman, Bergman!

Kvikmyndasafn Íslands býður til Bergman-veislu dagana 31.maí og 3.júní í samvinnu við Kirkjulistahátíð í Reykjavík.

Myndirnar sem sýndar verða eru frá árunum 1957 og 1958. Á því tímabili blómstraði Bergman. Hann var ákaflega afkastamikill og hans persónulegi stíll orðinn mjög greinilegur. Myndirnar þrjár eiga það sameiginlegt að teljast allar til höfuðverka meistarans.

Laugardaginn 31.maí kl. 16:00 sýnum við myndina Ansiktet frá 1958.

Þriðjudaginn 3.júní verða hins vegar tvær Bergman sýningar í Bæjarbíói. Þá verða sýndar myndirnar ,,Smultronstället og ,,Det Sjunde inseglet báðar frá árinu 1957. Fyrri sýningin verður kl. 20 en sú síðari kl.22:30 og verða stuttar innlýsingar fyrir sýningarnar.

Málþing um trúarstef í kvikmyndum Bergmans verður svo haldið 4. og 5. júní kl. 20:00 í Hallgrímskirkju.

Myndirnar verða allar sýndar í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði en frekari upplýsingar fást í síma 5655993.