Nokkur flott sýnishorn eru komin á vefinn, þar má nefna Uptown Girls með Brittany Murphy sem leikur einmitt í Just Married sem verið er að sýna þessa dagana, S.W.A.T. með Samuel L. Jackson, Legally Blonde 2 sem Reese Witherspoon leikur í, nýtt Hulk sýnishorn, Jeepers Creepers 2, Charlies Angels 2: Full Throttle sem vinkonurnar Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu leika í og síðast en ekki síst The Italian Job sem byggð er á samnefndri kvikmynd frá 1969 sem Michael Caine lék í, en að þessu sinni leika Edward Norton, Charlize Theron, Mark Wahlberg og Donald Sutherland í nýju myndinni.

