Það hefur gengið illa hjá leikstjóranum Brett Ratner að koma nýrri mynd af stað síðan hann kláraði Red Dragon. Eftir að hann gekk í burtu frá væntanlegri Superman mynd Warner Bros., bjuggust allir við að hann myndi strax hefja vinnslu á þriðju Rush Hour myndinni. Það hefur þó ekki verið raunin, því samningaviðræður við þá félaga Chris Tucker og Jackie Chan hafa gengið erfiðlega. Hann mun þó síðar á árinu hefja framleiðslu á myndinni The Last Full Measure, en hún er pólitískur þriller. Hún er skrifuð af Todd Robinson ( White Squall ), er byggð á sannsögulegum heimildum, og fjallar um njósnara sem hættir lífi sínu og ferli til þess að tryggja það að fallinn hermaður einn fái heiðursorðu.

