Leikkonan Naomi Watts mun leika aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Assassination Of Richard Nixon, sem mun einnig skarta þeim Don Cheadle og Sean Penn. Myndin er byggð á sönnum atburðum, og fjallar um sölumann einn á miðjum 8. áratugnum, sem tekur til örþrifaráða til þess að klára mikilvæga sölu. Myndinni verður leikstýrt af Nils Mueller, sem er nokkuð þekktur handritshöfundur, en hefur aldrei leikstýrt kvikmynd áður.

