Nú fer senn að líða að því að meistari Pierce Brosnan láti af krúnunni sem James Bond, ofurnjósnari númer 007. Framleiðandinn Barbara Broccoli (spergilkál?) er farin að íhuga málið hver eigi að taka við, og hefur nafnið Gerard Butler ( Dracula 2000 ) oftast heyrst í því sambandi. Hann sagði þó í framhjáhlaupi að hann væri að íhuga það, en aðeins ef Ann Widdecombe þingmaður gæti verið Bondstúlkan. Þessi kona þykir ekki sérlega fríð sínum og má því ætla að þetta hafi átt að vera spaug hjá Butler. Ekki er enn ljóst hvenær Brosnan lætur af embætti, en ljóst er að hann mun ekki vera mikið lengur og verður þá spennandi að sjá hvernig málið þróast.

