Hinir víðfrægu Olsen tvíburar

Olsen tvíburarnir, Mary Kate og Ashley Olsen, eru ekki lengur litlar stúlkur, heldur eru þær orðnar að ungum konum, og halda áfram að skemmta heiminum með smellnum kvikmyndum sínum. Sú nýjasta í röðinni heitir New York Minute, og er líklega sú fyrsta sem fjallar ekki um það hvernig Olsen tvíburarnir þurfa að fara á einhvern fjarlægan stað til þess að fela sig fyrir illmennum. Nei, í þetta sinn er stefnan tekin á að gera grín/hasarmynd, sem gerist yfir 24 tíma tímabil, í New York borg. Ekki er meira vitað að svo stöddu um söguþráð þessarar stórmyndar, en vitað er Dennie Gordon ( What a Girl Wants ) mun leikstýra dýrðinni.