Hjónakornin Brad Pitt og Jennifer Aniston munu framleiða saman myndina The Time Traveller´s Wife. Myndin fjallar um mann einn sem fæðist með það skringilega gen, að þegar hann verður æstur, þá ferðast hann um tímann, en þó alltaf innan eigin líftíma. Á meðan bíður konan hans í nútíðinni óþreyjufull eftir því að hann snúi aftur. Myndin er talin vera eins konar nútímaútgáfa af Ódysseifskviðu Hómers. Þrátt fyrir að hvorugt þeirra sé nú orðað við aðalhlutverk myndarinnar, þá gæti það alltaf breyst. Myndin er gerð fyrir New Line Cinema.

