Fast and the Furious 2

Aðeins 3 dögum eftir að The Fast and the Furious var frumsýnd við gríðarlegar vinsældir í kvikmyndahúsum vestra hafa lekið út fréttir að framleiðandi myndarinnar, Neil Moritz, sé nú þegar að undirbúa framhaldið. Endir myndarinnar, sem kostaði aðeins 38 milljónir dollara og tók inn 41 milljón fyrstu helgina, var víst hafður vísvitandi þannig að auðvelt yrði að gera framhald og nú þegar eru handritshöfundar farnir að undirbúa jarðveginn. Hvað ætli launin hjá Vin Diesel hækki mikið í millitíðinni?