On the Road með Brad Pitt

Brad Pitt hefur verið nefndur til sögunnar til að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd eftir sögu Jack Kerouac sem nefnist On the Road. Mun Pitt leika persónu að nafni Dean Moriarty sem byggður er á vini Kerouacs en sá heitir Neil Cassady. Mun Billy Crudup leika á móti honum, en Joel Schumacher mun leikstýra. Framleiðandi myndarinnar er enginn annar en Francis Ford Coppola.