Ashley Judd hefur tekið að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar De-Lovely. Í myndinni leikur hún Lindu Lee Porter, konu samkynhneigða söngvarans Cole Porter, sem leikinn verður af Kevin Kline. Samband þeirra þótti alltaf mjög sérstakt, og sem dæmi um það þá samdi Porter ekki eitt einasta lag eftir lát hennar. Warner Bros. kvikmyndaverið framleiðir myndina, en enn hefur ekki verið ákveðið hver muni leikstýra verkinu.

