Gamanleikarinn Mike Myers er greinilega að verða uppiskroppa með hugmyndir. Að minnsta kosti lét hann vita af því að hann hefði gert samning við Dreamworks kvikmyndaverið um það að sampla gamlar myndir í stað þess að gera nýjar. Í því felst að Dreamworks myndi kaupa réttinn af gömlum og klassískum myndum, leyfa Myers að komast í þær, klippa þær sundur og saman, setja þær saman á nýjan hátt og þá búinn að bæta sjálfum sér inn í þær, þannig að þær verða varla þekkjanlegar lengur. Þeir sem sáu Kung Pow vita um hvað málið snýst. Hann lét hafa eftir sér að í hans huga væri þetta svipað og þegar rapptónlistarmenn sömpluðu gömul lög og settu þau í nýjan búning.

