Nýr endir á America´s Sweethearts

Hversu mikil áhrif hafa fókushópar? Mikil, samkvæmt nýrri frétt. Tilraunasýningar á nýjustu mynd Julia Roberts , Catherine Zeta-Jones og John Cusack , sem nefnist America´s Sweethearts , leiddu það í ljós að áhorfendur voru ekki hrifnir af hinum rómantíska endi myndarinnar. Þeir vildu víst eitthvað fyndnara, og því var hóað í snatri í aðalleikarana og búinn til nýr og fyndnari endir á myndina sem opnar í kvikmyndahúsum vestra 20 júlí næstkomandi.