Gríski harmleikurinn heldur áfram

Nia Vardalos, konan sem skrifaði handritið að, og leikstýrði ofursmellinum My Big Fat Greek Wedding, er nú með aðra mynd í burðarliðnum. Nefnist hún Connie And Carla, og mun hún sjálf skrifa handritið ásamt því að leika annað aðalhlutverkið. Myndin fjallar um tvær ungar fátækar stúlkur sem vinna fyrir sér með söng á veitingastöðum. Þær flækjast inn í sakamál eitt, og neyðast til þess að fara í dulargervi sem dragdrottningar í undirheimum Los Angeles. Myndinni verður leikstýrt af Michael Lembeck ( The Santa Clause 2 ).