Leikstjórabræðurnir Ridley Scott og Tony Scott eiga saman framleiðslufyrirtækið Scott Free Productions. Í gegnum það ætla þeir sér að framleiða kvikmynd byggðri á skáldsögunni The Big Blow eftir Joe Landsdale. Gerist hún snemma á síðustu öld og snýst um það hvernig Jack Johnson, fyrsti svarti heimsmeistarinn í þungavikt í boxi, þarf að verja titil sinn fyrir Jack McBryde, hvítum andstæðing sem ætlað er að koma aftur með titilinn til Texas. Andrúmsloftið í kringum bardagann var rafmagnað, og ekki bætti úr skák að yfir skall versti stormur í sögu Bandaríkjanna þegar að bardaganum kom. Handritshöfundurinn Millard Kaufman skrifar handritið að myndinni, og verður henni leikstýrt af Jake Scott ( Plunkett & MaCleane ), en hann er einmitt frændi Ridley og Tony. Engir leikarar hafa enn verið ráðnir.

