Ofursugan Daniels

Hinn skemmtilegi Jeff Daniels er að leikstýra sinni annarri mynd, og nefnist hún Super Sucker. Hann leikur einnig aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um hóp sölumanna sem ganga í hús og selja ryksugur. Samkeppnin er ströng á milli þeirra, þar til einn þeirra kemst að því að ryksuguna má nota í ýmislegt annað!!! og hefur hann þá að markaðssetja hana á nýjan hátt. Daniels framleiðir einnig myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt sem nefnist Purple Rose Films.