Ekki er hægt að gera vinsæla kvikmynd án þess að vilja gera framhald og fá að sjá fleiri dollaraseðla hverfa ofan í veskið. Nú hefur Touchstone Entertainment gefið grænt ljós á framhaldið af mynd Rob Schneider, Deuce Bigalow: Male Gigolo. Framhaldið ber heitið Deuce Bigalow 2: Electric Gigolo. Schneider mun skrifa, framleiða og leika aðalhlutverkið í myndinni, og stefnt er að því að tökur geti hafist snemma ársins 2003. Ekki er mikið vitað um söguþráð myndarinnar, en þó er vitað að Deuce mun fara í skóla fyrir verðandi karlhórur, og spennandi verður að sjá hvernig hann mun standa sig þar.

