Berry áfram sem Jinx úr Bond?

Íðilfagri óskarsverðlaunahafinn Halle Berry leikur kvenkyns útgáfu af Bond, Jinx að nafni, í næstu Bond myndinni sem ber heitið Die Another Day. Nú hefur sá möguleiki verið ræddur, að ef Die Another Day gengur vel í miðasölunni, verði gerð sér mynd um karakterinn Jinx, og verði þá gerð með framhöld í huga. Berry og framleiðandinn Barbara Broccoli eiga í viðræðum um hugmyndina, en eini gallinn er að Berry er með ein 8 verkefni í burðarliðnum. Beðið er frekari upplýsinga.