Skáldsagan Confederacy of the Dunces sem vann Pulitzer verðlaunin um árið, virðist vera á leiðinni upp á hvíta tjaldið. Drew Barrymore mun framleiða og leika eitt aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um Ignatius J. Reilly. Hann er misheppnaður fræðimaður og fylgst er með lífi hans, misheppnuðum ástarsamböndum, lélegum störfum og allskyns óhöppum, meðan hann býr heima hjá móður sinni í New Orleans á 7. áratug síðustu aldar. David Gordon Green ( George Washington ) leikstýrir myndinni, ásamt því að skrifa handritið með Steven Soderbergh. Stefnt er að því að tökur hefjist í New Orleans einhverntímann á næsta ári.

