Enn ein ný myndin hjá Witherspoon

Það er alveg hreint nóg að gera hjá Reese Witherspoon, og nú hefur hún samþykkt að leika í enn einni myndinni. Nefnist hún Whiteout og er byggð á myndasögum eftir Greg Rucka. Fjallar hún um kvenkyns lögregluþjón sem þarf að leysa fyrsta morðmálið sem kemur upp á suðurheimsskautslandinu. Jon og Erich Hoeber skrifa handrit myndarinnar, og Wolfgang Petersen leikstýrir. Witherspoon mun sjálf framleiða myndina.