Óskarsverðlaunahafinn Halle Berry mun leika fórnarlamb nauðgunar í kvikmynd sem ber nafnið October Squall. Í kjölfarið af nauðguninni verður hún ólétt og ákveður að eignast barnið. Hún fer síðan að efast um réttmæti ákvörðunnar sinnar þegar barnið kemst á unglingsár og reynist vera níðingur hinn mesti. Myndinni verður leikstýrt af Lyndon Chubbuck ( The War Bride ). Handritið er skrifað af skáldsagnahöfundinum Jason Star, og er byggt á sannsögulegum heimildum.

