Cruz og Portman með höfuðin í skýjunum

Hin íðilfagra Natalie Portman og hjónaspillirinn Penelope Cruz munu leika aðalhlutverkin í dramanu Head In The Clouds. Söguþráðurinn er enn nokkuð á huldu, en ljóst er að hún gerist í síðari heimsstyrjöldinni og að Portman leikur ljósmyndara sem fellur fyrir manni einum. Einhvern veginn blandast svo Cruz, sem leikur sígauna, inn í málið. Myndin verður tekin upp í París og í Montreal, og tökur eiga að hefjast nú í desember. Enn er ekki ljóst hver leikstýrir myndinni.