Sá orðrómur gengur nú um að Bruce Willis sé afar nærri því að skrifa undir samning þess efnis að hann muni leika í fjórðu Die Hard myndinni. Það sem gerðist var að Bruce og framleiðslufyrirtæki hans eru að gera mynd sem nú nefnist Tears Of The Sun. Þá langaði hins vegar afskaplega mikið að kalla hana frekar Man Of War. Hins vegar á 20th Century Fox réttinn á því nafni, og sögðu honum að hann fengi ekki titilinn nema að samþykkja að gera nýja Die Hard mynd. Og það lítur helst út fyrir að hann hafi gengið að þeim skilmálum. Nánari fregna beðið.

