WB tilkynnir Ratner opinberlega

Warner Bros. kvikmyndaverið hefur nú opinberlega staðfest að leikstjórinn Brett Ratner ( Rush Hour ) muni leikstýra væntanlegri kvikmynd um ofurhetjuna Superman. Þar með er þriðja Rush Hour myndin sett á bið, því Ratner hefur strax vinnu við Superman, en áætlað er að undirbúningur að myndinni muni taka allt að 20 mánuði. Handritshöfundurinn JJ Abrams skrifar handritið að myndinni, og eftir að handritið lak á netið þykir ljóst er að hann hefur breytt mikið út frá gömlu goðsögunum um Superman (Krypton springur ekki, Lex Luthor er frá Krypton, foreldrar Supermans á Krypton deyja ekki o.s.frv.). Aðdáendur eru ævareiðir yfir breytingunum og er undirskriftasöfnun hafin á netinu til þess að fá Warner Bros. til þess að endurskoða handritið. Þeir ætla hins vegar að halda ótrauðir áfram við gerð þessarar fyrstu myndar af áætluðum þremur, og búist er við því að ef allt gengur að óskum muni frumsýning myndarinnar verða sumarið 2004.