Leikstjóri kvikmyndarinnar Galaxy Quest sem kom öllum að óvörum, Dean Parisot að nafni, hefur nú ákveðið að leikstýra hetjunni Bruce Willis í kvikmyndinni Me Again. Fjallar hún um mann einn sem vaknar við hliðina á líki einu, og kemst síðan að því skömmu síðar að það er maður að elta hann. Þar sem öllum minningum um atburðina á undan er stolið úr höfði hans, er hann ekki viss um hver sé vondur og hver sé góður og hvort hann sjálfur hafi átt einhvern hlut að máli. Parisot og Willis eru nú að reyna að fá einhvern til þess að endurskrifa handritið að myndinni, með það fyrir augum að auka húmorinn og staðfæra breskt handritið til Bandaríkjanna áður en tökur geta hafist.

