eru annarsvegar hið sykursæta Disney fyrirtæki, og hins vegar bófarapparinn Ice Cube. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þessir tveir aðilar eru búnir að gera með sér samning um að gera saman kvikmynd. Nefnist hún De-Fense og fjallar um ruðningsleikmann einn í bandarísku atvinnumannadeildinni sem hefur verið rekinn út af vellinum einu sinni of oft. Til þess að refsa honum er hann sendur aftur til Los Angeles, þaðan sem hann kom, til þess að þjálfa menntaskólaliðið í gettóinu. Hann lærir sína lexíu væntanlega, ásamt því að krakkarnir fá að kynnast visku hans og snilli sem þjálfara. Ísmolinn skrifaði sjálfur handritið að myndinni, ásamt Tiger Williams sem skrifaði handritið að Menace II Society, og leitin að leikstjóra er þegar hafin.

